
ÁFENGI
ÁFENGISBANN
Áfengi var bannað víða um heiminn á fyrri hluta 20. aldar. Á Íslandi var áfengisbann sett 1915 og aflétt 1935 en bjórbanninu var ekki aflétt fyrr en 1989.
Í Bandaríkjunum var áfengisbann sett á í kringum 1919-1933 og flokkaðist það bara undir sölu og framleiðslu áfengis en það var undantekning á lyfjum. Það voru samt engar reglur um að það væri ólöglegt að drekka áfengi. Þó svo að sala á áfengi var bönnuð var það samt enn fáanlegt á ýmsum stöðum og fólk var líka með einkabari þar sem áfengir drykkir voru seldir. Þó að bannið var mjög umdeilt var það stutt af mörgum ólíkum hópum. Framfarasinnar töldu að bannið myndi bæta samfélagið, það gerðu einnig konur, suðurríkjamenn, þeir sem búa í dreifbýli og Bandaríkjamenn af afrískan uppruna. En einnig má geta þess að Maine var fyrsta fylkið sem sett áfengisbann á en það var í kringum 1846. Þótt áfengisbanninu í Bandaríkjunum var aflétt í kringum 1930 eru enn nokkuð hundruð bæir víða í Bandaríkjunum sem hafa ekki enn aflétt banninu. Einn af þeim bæjum er Haddonfield í New Jersey sem bannar enn sölu og kaup á áfengi. Síðustu kosningar um að aflétta banninu þar var fyrir 40 árum og þá var því hafnað.
Áfengisbann var sett á í Finnlandi árið 1919 og var því aflétt í kringum 1931. Á meðan það stóð yfir var bannað að selja eimaða drykki til þess að reyna að beina íbúum í að drekka frekar bjór sem er með minna áfengismagn en eimaðir drykkir.
Fyrrverandi áfengisbann í ýmsum löndum
Kanada: 1901-1924
Færeyjar: 1907-1992
Ástralía: 1910-1928
Ísland: 1915-1935 (en áfengi sem var með meira en 2,25% af alkóhóli var enn bannið til 1989)
Noregur: 1916-1927
Finnland: 1919-1932
Bandaríkin: 1919-1933
Indland: 1996-1998
Lönd sem enn eru með áfengisbann
Ákveðin landsvæði á Indlandi (Gujarat, Manipúr, Mizoram, Nagaland og Lakshadweep Sameinuðu Arabísku Furstalöndin (bara Sharjah)
Pakistan (bara fyrir múslíma)
Afganistan
Bangladess
Brúnei
Íran
Kúveit
Líbýa
Sádí - Arabía
Súdan
Jemen

