
ÁFENGI
Sumir sérfræðingar benda á að áfengi fannst sem „óvænt slys" fyrir mörgum árum síðan, líklega fyrir Neolitíska tímabilið (um 10.000 f.Kr.). Augljóslega eru engar skriflegar skýrslur eða uppskriftir til frá þeim tíma, sem gerir nákvæma þekkingu erfiða ef ekki ómögulega. Það er ekki vitað hvernig menn lærðu að ávaxtasafi yrði áfengur ef vissir ávextir væru kramdir og safanum safnað í ílát og látin standa, en fyrstu skrifuðu heimildirnar um vínframleiðslu sem vitað er um eru 6000 ára og koma frá Egyptaland. Á þeim tíma tilbáðu Egyptar guðinn Osiris sem vínguð eða guð dauðans. En fornleifar benda til þess að vín hafi verið framleitt allt að 2000 árum fyrr, en vínskip virðast vera að birtast í fornum listaverkum, m.a. í egypskri list.
Bjór verður til við að láta sykurefni í korni gerjast. Fyrstu skrifuðu heimildirnar um bjórframleiðslu eru 4000 ára gamlar en fornleifar benda til þess að bjór hafi verið framleiddur að minnsta kosti 8000 árum f.kr. Á þeim tíma var bjórinn mun þykkari og matarmeiri en við þekkjum nú. Þegar hunang er látið gerjast myndast mjöður, þessi áfengisframleiðsla var mjög algeng meðal ýmsa frumbyggja. Það er sagt að Kínverjar hafi fyrstir kunnað listina að eima. Af Kínverjum lærðu Arabar það og til eru heimildir um að Arabar hafi búið til sterkt áfengi um 860 e.Kr. Á 13. öld urðu Frakkar fyrstir Evrópumanna til að læra að búa til sterkt áfengi. Norðurlöndin notuðu fyrst sterkt áfengi á 16. öld
Íslamskir gullgerðarmenn (alkemistar) virðast á 8. eða 9. öld hafa fundið upp eimingaraðferð sem líkist mjög nútímaaðferðum til að framleiða sterka drykki. Árið 1796 tókst svo Johann Tobias Lowitz að fá fram 100% hreint etanól með því að sía sterkt áfengi. Um þrjátíu árum síðar tókst bæði Bretanum Henry Hennel og Frakkanum S. G. Sérullas, óháð hvor öðrum, að framleiða etanól með efnafræðilegum aðferðum á tilraunastofu.
Ritheimildir benda til þess að orðið áfengi sé mjög ungt því það kemur ekki fram í Orðabókinni fyrr en seint á 19. öld, og þá bæði sem sjálfstætt orð og í samsetningum.
Með vestrænni siðmenningu virðist oft hafa fylgt mikill áfengisvandi. Sem dæmi um skaðsemi áfengis hefur verið bent á hnignun Rómarveldis en einnig má benda á framferði vestrænna ríkja á landafundatímanum, en áfengið hefur valdið miklu böli meðal frumbyggja Ameríku.
SAGA ÁFENGIS

