top of page

Vín er í rauninni vökvi, gerjaður úr ávöxtum. Eftir að vínber eru tínd á vínökrum og kramin eru þau látin gerjast (ger er pínulitlar einfrumu lífverur sem finnast í víngörðunum) í  vínberjasafanum og smám saman umbreytist þessi sykur í áfengi. Gerinn framleiðir einnig koltvíoxíð, sem gufar upp í loftið.
Vín er framleitt með því að gerja safann úr vínberjum og öðrum ávöxtum, eins og eplum (síder), kirsuberjum, berjum eða plómum.  Vínframleiðsla byrjar með uppskeru ávaxta, safinn úr þeim er gerjaður í stórum tönkum undir strangri hitastjórn. Þegar gerjun er lokið er blandan síuð, látin eldast og sett í flöskur. Vínber er eini ávöxturinn sem hefur nægilega mikið sykurmagn til að afurðin verði áfeng sem er svo mjög sótt efir til drykkjar. En ef það er notaður safi úr öðrum ávöxtum þá þarf alltaf að bæta sykri við til að það verði að víni. Náttúruleg eða óefnabætt vínberja vín innihalda yfirleitt um 8-14% alkóhól eins og eftirfarandi tegundir : Bordeaux, Burgundy, Chianti og Sauterne. Efnabætt vín þar sem alkóhól eða brandí  hefur verið bætt við, innihalda u.þ.b. 18-21% alkóhól (þau vín innihalda líka sérrí, púrtvín og múskatvín). Í einum lítra af víni eru 80-100 grömm alkóhóli, 20-25 grömm af þurrefnum og 800-900 grömm af vatni.

Grunnuppskriftin til að breyta ávexti í vín er einhvern veginn svona:


• Safnið miklu magni af fullvöxnum vínberum af vínökrum.
• Það er hægt að nota hindber eða hvaða ávöxt sem er , en 99,9% af öllu víni í heiminum er gert úr vínberjum, vegna þess að þau búa til besta vínið.
• Setjið vínberin í hreint  ílát sem lekur ekki.
• Kremjið þau saman til að mynda safann. (Í gamla daga var þetta gert með því að stappa á vínberjunum og merja þau þannig  en nú eru vélar algengastar).
• Bíðið.











VÍN

TIL BAKA

Topp tíu vinsælustu vín tegundirnar:



1 Hardys 
2 Blossom Hill
3 E&J Gallo 
4 Kumala 
5 Stowells of Chelsea 
6 Banrock Station 
7 Jacob's Creek 
8 Lindemans 
9 Namaqua 

10 JP Chenet 

bottom of page