
ÁFENGI
Áfengir drykkir eru gerjaðir frá sykrinum úr ávöxtum, berjum, korni og öðrum hráefnum eins og plöntusafa, rótarhnýði, hunangi og mjólk en þessa vökva er einnig hægt að eima til að minnka upprunalega vatnskennda vökvann og auka alkóhólstyrkleika.
Það er ekki vitað hvenær fyrsti áfengi drykkurinn var búinn til. En með því að nota eimingu tókst að búa til mun sterkara áfengi úr víni, miði eða bjór. Gerjaður vökvi er þá hitaður upp og þá sýður áfengið á undan vatninu og myndar gufu. Ef gufan er látin í gegnum rör og kæld þá þéttist hún og verður að vökva og hafa þá menn í höndunum mun sterkara áfengi en vín og bjór. Sá vökvi fékk latneska heitið spiritus eða vínandi.
Gerjaðir drykkir geta ekki náð meiri styrkleika en um 20% af alkóhóli. Aftur á móti er hægt að ná allt að 96% styrkleika með því að eima gerjaða drykki.
Líkjörar eru sætir áfengir drykkir sem eru bragðbættir með ýmsum mismunandi hráefnum og koma í margs konar litum. Nafnið er dregið af latneska orðinu "liquifacere" sem þýðir að bræða eða leysa - bragðefnin sem notuð eru til að gera líkjöra eru leyst. Það er bætt við þá alla sérstök bragðefni. Líkjörar geta verið bragðbættir með ýmsum brögðum frá ávöxtum, jurtum, kryddum, blómum, fræjum, hnetum, rætum, plöntum, börkum, eggjum og rjóma.
EIMAÐIR DRYKKIR

Topp tíu vinsælustu tegundirnar af eimuðum drykkjum:
1 Smirnoff Red Vodka
2 Baileys (excl Glide, Minis)
3 The Famous Grouse
4 Bell's Scotch Whisky
5 Gordon's Gin
6 Bacardi White Rum
7 Grant's Vodka
8 Teacher's Scotch Whisky
9 Grant's Scotch Whisky
10 Three Barrels Brandy