top of page

ALKÓHÓL/ETANÓL

Orðið alkóhól er samheiti yfir lífræn efni sem hafa hýdroxýlhóp (-OH) tengdan við opna kolefniskeðju sem binst einungis vetnisatómum, þessi efni eru einnig nefnd alfatísk alkóhól. Efnafræðileg gerð þeirra er sú sama og kolvetna en eiginlekar þeirra eru öðruvísi. Það eru til margar gerðir af alkóhóli og áfengi er bara ein tegund þess og nefnist etanól á efnafræðimáli. Etanól eða alkóhól er einfalt efni sem er gert úr tveim kolefnisatómum CH3CH2OH, þetta efni leysist bæði upp í vatni og fitu. Sameind etanóls er mjög lítil og fituleysanleg sem gefur efninu þá eiginleika að komast hratt og auðveldlega úr meltingarveginum og inn í blóðstrauminn þegar það er drukkið. Hreint etanól er vökvi sem er mjög létt að blanda við vatn í hvaða styrkleika sem er.
Svæfingarlyfið díetýleter er dæmi um eter sem er framleitt úr etanóli og í gamla daga var veiku fólki gefið vín til að lækna það.
Sumar tegundir alkóhóls eru í lífverum eða í fitusameindinni (glýceról) og bæði tréspíri (metanól) og vínandi (etanól) eru úrgangsefni vissra lífvera. Sum staðar í heiminum hefur fólk blandað saman alkóhóli og bensíni (gasóhól) og notað það sem eldsneyti á bílana sína. Þekktasta alkóhólið er etanól sem er vínandinn í áfengum drykkjum, það er framleitt með gerjun. En einnig er hægt að framleiða etanól úr kolvetnum eða etani. Leysni þriggja léttustu efnanna í þessum flokki metanól, etanól og própanól eru ótakmörkuð í vatni.
Alkóhól er einnig notað sem hraðþornandi leysir í mörgum vörum, sérstaklega snyrtivörum og hárúða. Þegar talað er um alkóhól eitt og sér þá er verið að vísa í etanól, alkóhólið sem finnst í víni, bjór og eimuðu alkóhóli. Þegar etanól er notað til að búa til ódrykkjanlegar vörur þá er það oftast mengað. Sú tegund af alkóhóli er kallað „mengað alkóhól“ eða „sérstaklega mengað alkóhól“. Það eru til fjölmargar tegundir alkóhóls fyrir utan etanól. Öll hafa þau hýdroxílhópinn OH fest við kolefnisatómið. Einfaldasta tegundin er metanól sem er litlaus, fljótandi vökvi sem er notaður við framleiðslu á formaldehýði og ediksýru. Inntaka af metanóli er eitrað og getur valdið blindu. Formaldehýð er lífrænt efnasamband með formúluna CH2O eða HCHO. Það er einfaldasta gerð aldehýðs og ber þess vegna flokkunarheitið metanal.







bottom of page